Hágæða handverksbjór framleiddur í hjarta Reykjavíkur

RVK Bruggfélag var stofnað á bjórdaginn 2017 og fyrsti bjórinn okkar, Debut IPA, kom á markað 16. júní 2018 – sama dag og Íslands spilaði við Argentínu á HM. Frá þeim tíma höfum við gert yfir 100 mismunandi bjóra, allt frá venjulegum lager yfir í 10% kanilsnúða stout. Fjölbreytnin er mikil, sköpunargáfan er óheft, en áherslan er samt alltaf á gæðin; þau verða að vera fyrsta flokks.

Við starfrækjum í dag tvö brugghús í Skipholti, við svokallaðan Heklureit. Fyrstu fjögur árin vorum við með alla framleiðslu í Gamla brugghúsi - með 500 lítra bruggkerfi og 4.000 lítra gerjunarrými. Næstum frá fyrsta degi höfum við ekki getað bruggað nægilegt magn af bjór til að mæta eftirspurn, svo árið 2021 hófst vinna við Nýja brugghús sem opnaði í júlí 2022. Það er með 1.500 lítra bruggkerfi með 30 þúsund lítra gerjunarrými og allri þeirri nýjustu tækni sem þarf til að tryggja að framleiðsla okkar sé fyrsta flokks. 

Þó svo megináherslan hafi hingað til verið á bjór þá erum við smám saman að kynna nýjar drykkjavörur, jafnt óáfengar sem áfengar. Í dag framleiðum við einnig úrval af drykkjum úr alls konar hráefnum undir vörumerkjunum RVK Gosfélag og RVK Eimfélag. RVK stefnir á að vera leiðandi fyrirtæki á drykkjarmarkaði, með vörur sem henta öllum, þó ávallt með gæði að leiðarljósi - því þetta snýst allt um gæðin.

Smelltu hér til að sjá meira um bjórana okkar.

Komdu í heimsókn

Við höfum frá upphafi verið með bruggstofu í Gamla Brugghúsi, Skipholti 31. Þangað hafa þúsundir gesta komið til að njóta drykkjanna okkar við bestu mögulegu aðstæður; á sama stað og hann er búinn til. Þá höfum við boðið upp á bjórtúra fyrir hópa, þar sem tækifæri gefst til að kynnast bjórgerð og smakka á framleiðslunni.

Í dag er bruggstofa okkar staðsett í Tónabíói, Skipholti 33. Þar er á hverjum tíma mesta úrval af bjórum okkar á 22 krönum. Allur bjór er geymdur og dælt frá kældu rými, ferskur frá framleiðslu beint í glas; það verður ekki betra.

Í Tónabíói er líka staðsett RVK bjórbúð, þar sem við seljum dósir sem við framleiðum beint frá framleiðslustað. Það er klárlega ferskasta bjórbúðin á höfuðborgarsvæðinu, og þótt víðar væri leitað.

Þó að bruggstofan í Gamla Brugghúsi sé ekki lengur opin fyrir gestum og gangandi, þá er þar aðstaða til að taka á móti hópum í bjórkynnar, á viðburði, fundi og annað slíkt. Endilega hafið samband við okkur ef þið eruð með hugmynd að viðburði og við skoðum málið með þér.

Smelltu hér til að sjá meira um bruggstofurnar okkar.

Hafðu samband

Ef þú hefur almennar spurningar fyrir RVK Bruggfélag máttu endilega senda okkur fyrirspurn gegnum meðfylgjandi form.

Fyrir heimsóknir hópa og bókanir sendu póst á tours@rvkbrewing.com

Ef þú ert forsvarsmaður veitingastaðar eða bars og vilt athuga með að taka inn vörur okkar, sendu póst á pantanir@vandad.is

Sími +354 588-BEER (588-2337)

RVK Bruggfélag og RVK Brewing Co. og myndmerki þeirra eru skrásett hjá Hugverkastofunni.

Til að hafa samband varðandi umfjöllun um RVK bruggfélag eða fá leyfi til að nota nafn eða merki félagsins, hafið samband við vandad@vandad.is