Þinn bjór, þín saga

Bruggaðu sérbjór með RVK Bruggfélagi

Viltu hanna þinn eigin einkabjór? Vill fyrirtækið þitt heilla viðskiptavini eða, eða er viðburður sem kallar á að útbúa einstakan bjór, eða viltu einfaldlega láta vörumerkið þitt skera sig út úr. RVK bruggfélag gerir drauminn að veruleika. Við bruggum 100% sérsniðna bjóra og eða sérmerkjum bjóra í takt við þína sýn.

Hvernig virkar þetta?

Bruggum frá grunni - Þróaðu með okkur alveg nýja uppskrift sem passar þinni sýn. Við bjóðum upp á að gera allt frá 500 til 3000 lítra í einni lögun. Við getum alfarið séð um bruggun, eða bruggað með þátttöku ykkar. Þetta er tilvalið fyrir fyrirtæki að koma saman í hópefli og brugga bjór undir handleiðslu bruggmeistara, eða hópa sem ætla að gleðjast saman. Bjórinn er svo afhentur tilbúinn um mánuði eftir bruggdag, hvort heldur á dósum eða bjórdælu fyrir samkvæmi.

Sérmerkjum okkar bjór - Veldu einn af okkar vinsælu bjórum og fáðu hann með þinni eigin útlitshönnun. Þetta er tilvalið fyrir alls konar tækifæri, jafnt fyrir fyrirtæki sem einstaklinga. Við getum afgreitt allt fá einum kassa upp í heila pallettu af bjór. Við veitum aðstoð við hönnun á miða og getum alfarið séð um útfærslu á þeim sé þess óskað.

Við klárum dæmið – Hvort sem er fyrir viðburði, veitingastaði, hátíðir eða útflutning.

Fyrri samstarfsverkefni

Við höfum bruggað einstaka, sérsniðna bjóra fyrir nokkur af skemmtilegustu vörumerkjum Íslands. Til að nefna örfá:

Ölgjörvi – Advania

Fyrir eitt stærsta tæknifyrirtæki landsins brugguðum við Ölgjörva, bjór sem fangar nýsköpunaranda og góða stemningu innan tækniheimsins. Þessi bjór hefur glatt viðskiptavini og starfsfólk á viðburðum Advania.

Masago – Icelandic Japan

Fyrir vini okkar hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Icelandic bruggum við Masago; léttan bjór með umami-bragði sem passar fullkomlega með sushi. Þessi bjór er jafnan fluttur út á sjávarútvegssýningu til Barcelona þar sem hann slær ævinlega í gegn hjá gestum.

Drunken Monkey – Dragon Dim Sum

Þegar Dragon Dim Sum vildi bjór sem væri jafn bragðsterkur og dumplingarnir þeirra, sköpuðum við Drunken Monkey, kryddaðan, kraftmikinn bjór sem passar fullkomlega með sterku og bragðmiklu matnum þeirra.

Sprezzatura – Suit-Up Tailors

Fyrir úrvals klæðskera með ástríðu fyrir ítalskri tísku brugguðum við Sprezzatura – mjúkan, fágaðan bjór sem endurspeglar bæði stíl og gæði þeirra. Skál fyrir góðu handverki, bæði í klæðskurði og bruggun.

Af hverju að velja RVK Bruggfélag?

Alveg sérsniðið – Þinn bjór, þitt merki, þín sýn.

Engin fyrirhöfn – Við getum séð um alla framleiðslu, merkingu og afhendingu.

Alvöru handverk – Bruggað af ástríðu, sérstaklega fyrir þig.

Hafðu samband

Til að fá frekari upplýsingar um sérbrugg eða sérmerkingu má hafa samband í síma 588-2337 eða nota formið hér til hliðar.

Við bregðumst hratt við fyrirspurnum, en gætið að því að gefa ykkur nægan tíma í verkefnið. Gera má ráð fyrir tveggja mánaða fyrirvara fyrir sérbrugg og 3 vikur fyrir sérmerkingu.