Gamla Brugghús

Brugghús til leigu fyrir þína viðburði

Gamla brugghús í Skipholti 31 er fyrsta brugghús RVK Bruggfélags. Það er ekki svo gamalt; það var tekið í notkun árið 2018, en frá því að Nýja Brugghús opnaði árið 2022 hefur það eingöngu verið notað til að brugga smærri laganir, svo sem sérbrugg fyrir veitingastaði og svo tilraunabrugg fyrir RVK Bruggfélag og skör artisan.

Bruggstofan í Gamla Brugghúsi er tilvalin fyrir heimsóknir hópa í bruggtúra, þar sem kynnst er ferli við bjórgerð og smakkað á úrvalsbjórum frá RVK Bruggfélagi. Bruggstofan er einnig laus til úteigu fyrir alls konar viðburði, með leyfi fyrir allt að 49 manns. Það er hægt að skipuleggja rýmið fyrir alls konar aðstæður, t.d. einkasamkvæmi, fundi með aðgangi að skjávarpa, bjórsmakk fyrir hópa í afslöppuðu einkarými, jafnvel hægt að fá bjór- og matparanir frá hágæða eldhúsi.

Einnig má leigja út Gamla brugghús fyrir einstaklinga eða hópa til að brugga sinn eigin bjór undir handleiðslu bruggmeistara RVK Bruggfélags. Þetta er upplagt til að gleðjast saman, læra allt um bjórgerð og njóta svo bjórsins saman við gott tilefni síðar, t.d. í brúðkaupum, afmælum, árshátíðum eða útilegum. Það er einungis takmarkað af ykkar hugmyndaflugi.

Bjórtúr í RVK Bruggfélag

Kynnið ykkur bjórgerð og smakkið á framleiðslu, ferskri á framleiðslustað

Í Gamla Brugghúsi er aðstaða til að taka á móti hópum í bjórtúra, jafnt í einkaerindum sem og frá fyrirtækjum. Í bjórtúr er farið í gegnum bruggferlið á léttum nótum, smakkað á framleiðslu og svo er smakk á tilbúinni vöru RVK Bruggfélags. Við getum tekið við hópum frá 10-40 manns og sniðið heimsóknina að ykkar þörfum hvað varðar tíma, fjölda og tegund drykkja sem eru smakkaðir og jafnvel paraðir með úrvals mat eða ostum.

Bruggtúra má tengja saman við aðra viðburði á vegum hópa sem þá sækja, t.d. að hafa pub quiz eða plötusnúða, allt eftir ykkar óskum. Í Gamla Brugghúsi er fullbúinn bar með 10 krönum af bjór, auk annarra drykkja. Bruggtúr getur því verið upphafið að góðri kvöldstund hjá hópnum.

Til að fá frekari upplýsingar og bóka bjórtúr fyrir þinn hóp eða fyrirtæki má senda tölvupóst á tours@rvkbrewing.com

Brugghús til leigu

Komið og bruggið ykkar eigin bjór í Gamla Brugghúsi

Við bjóðum hópum og fyrirtækjum að koma og brugga sinn eigin bjór í Gamla Brugghúsi undir handleiðslu bruggmeistara RVK Bruggfélags. Þetta er upplagt fyrir alls konar tilefni, t.d. fyrir brúðkaup, hópefli eða starfsmannagleði. Brugghúsið er 500 lítrar að stærð og það má skipta framleiðslunni upp í kúta og dósir eftir óskum hvers og eins.

Bjórdagur er um 4-5 tímar. Hægt er að sníða hann að þörfum hvers hóps fyrir sig. Einnig er boðið upp á að hópar geti spunnið bruggdag saman við aðra viðburði, eins og hópefli og starfsmannagleði. Í bruggstofu Gamla Brugghúss sem er í sama húsnæði og brugghúsið getur hópurinn komið saman til að njóta drykkja RVK Bruggfélags á undan eða eftir bruggdegi og notið heimsendra matarveitinga, allt eftir óskum og þörfum hvers hóps fyrir sig.

Til að fá meiri upplýsingar um bruggdag í Gamla Brugghúsi má senda tölvupóst á tours@rvkbrewing.com.

Einasamkvæmi í gerjandi umhverfi

Fullbúinn bar fyrir fábæra skemmtun

Í bruggstofu Gamla Brugghúss er boðið upp á úrvals aðstöðu fyrir hópa til að hittast af ýmsu tilefni. Bruggstofan er einungis leigð út með barþjónustu og þarf heimsókn að ljúka fyrir miðnætti um helgar. Í bruggstofunni er leyfi fyrir allt að 49 manns á standandi viðburðum. Ef óskað er eftir borðum og sætum takmarkast sá fjöldi sem kemst fyrir.

Einungis er leyfilegt að njóta drykkja sem við sjáum um. Við erum með 10 krana af úrvals bjór og öðrum drykkjum frá RVK Bruggfélagi og skör artisan. Auk þess getum við séð um innkaup á öðrum drykkjum frá heildsölum í samvinnu við leigutaka. Leyfilegt er að koma með eigin mat og við getum einnig verið innan handar með að útvega mat frá samstarfsaðilum okkar.

Í bruggstofu er til staðar hljóðkerfi og myndvarpi, sem er upplagt fyrir sem dæmi karaoke. Tenging fyrir plötusnúða eða lifandi tónlistarflutning er til staðar. Annars er hægt að vera með tónlistarflutning af vinylplötum eða spilurum sem styðja BlueTooth.

Til að fá frekari upplýsingar um leigu á bruggstofu í Gamla Brúshúsi, sendi póst á tours@rvkbrewing.com.

Gamla Brugghús
RVK Bruggfélag
Skipholti 31, bakhús
105 Reykjavík

tours@rvkbrewing.com
Sími 588-2337