Tónabíó

Bruggstofa RVK og viðburðarrými

Tónabíó tók til starfa árið 1963 sem bíóhús og starfaði sem slíkt til ársins 1988. Árið 1990 opnaði það aftur sem Vinabær; bingóhöll rekin af Templurum sem starfaði til 2022. RVK Bruggfélag opnaði svo bruggstofu sína í Tónabíói í júní 2024 og á komoandi mánuðum er áætlað að taka í gagnið gamla bíósalinn sem viðburðarrými fyrir alls konar skemmtilegt. Þar verður boðið upp á viðburði eins og tónleika, uppistand, bjórbingó, kvikmyndir og annað slíkt. Salurinn verður líka laus fyrir bókaða viðburði eins og ráðstefnur og mannfögnuði.

RVK Bruggfélag Tónabíó

Heimili handverksbjórs í Reykjavík

RVK Bruggfélag í Tónabíói er besti staðurinn til að koma og smakka á bjórum RVK Bruggfélags. Í bruggstofunni í Tónabíói eru 22 kranar af ferskum bjór sem bruggaður er í brugghúsum félagsins í Skipholti. Allur bjór er geymdur og dælt úr kældu rými, ferskur frá framleiðslu beint í glas; það verður ekki betra. Listi yfir það sem er á krana í dag er að finna hér að neðan.

Þar er líka hágæða kaffivél og þægilegt rými til að njóta annara veitinga en bjórs. Við stefnum á að bjóða upp á léttar matarveitingar á komandi mánuðum, en fáum líka oft matarvagna í heimsókn um helgar.

Í bruggstofu RVK er að finna bjórbúð til að kaupa bjór til að taka með út úr húsi beint frá framleiðslustað, hvort heldur í dósum eða í dunkum fylltum beint af krana; ferskari verður bjórinn ekki til að njóta í heimahúsi. Bjórbúðin er opin á opnunardögum bruggstofunnar, en lokuð á sunnudögum og frídögum.

Sjá Facebook síðu RVK Bruggfélags Tónabíó fyrir viðburði og hvað er á döfinni í Tónabíói.

Skipholt 33, 105 Reykjavík, sjá kort hér að neðan - rvkveitingar@vandad.is, s: 588 2337

Opnunartímar:
Þri - fim: 13-22
Fös - lau: 13-23
Sun og mán: lokað

Við getum haft lokað á einstaka frídögum, eins og jólum og páskum. Við tiltökum slíkar lokanir á upplýsingasíðu Google

Bíósalur Tónabíó

Þitt viðburarrými

Við bjóðum fyrirtækjum jafnt sem einstaklingum, tónlistarfólki jafnt sem öðru listafólki, að bóka sinn viðburð í bíósal Tónabíós. Staðurinn tekur allt að 270 manns í sæti. Rýmið er á pöllum sem býður upp á ýmsa möguleika á nýtingu, allt eftir þörfum fyrir hvert skipti.

Til að fá upplýsingar um salinn eða bóka skoðun má senda tölvupóst á tonabio@vandad.is

Tónabíó
Skipholti 33
105 Reykjavík

tonabio@vandad.is
Sími 588-2337