Þetta snýst allt um gæðin
Gríðarlega Vandað - Gæðin eru fyrsta flokks
Hjá RVK Bruggfélagi höfum við einfalda reglu; við gerum góða bjóra. Við leyfum sköpunargleðinni að ráða, en gæðin eru alltaf í fyrsta sæti. Einkunnarorð okkar eru „Gríðarlega vandað“ og fylgjum við þeim orðum í allri okkar
Bjórar RVK skiptast í nokkra flokka, eftir tegundum, árstíðum og öðrum aðstæðum. Kjarnabjórar og flestir Handverksbjórar sem við gerum allan ársins hring eru settir í umbúðir til neyslu heima við eða á öðrum stöðum. Yfirlit um þá má sjá hér að neðan. Auk þess gerum við fjölda bjóra sem fara eingöngu í sölu á börum og veitingastöðum á krana. Tónabíó er aðalstaður RVK Bruggfélags, og þar má jafnan finna mesta úrval af bjórum RVK Bruggfélags.

RVK Kjarnabjórar
RVK Kjarnabjórar eru stolt RVK bruggfélags; bruggaðir af ástríðu fyrir kröfuharða neytendur
RVK Kjarnabjórar fást í verslunum ÁTVR og í Bjórbúð RVK, auk fjölda veitingastaða í Reykjavík og víðar
Hönnun á útliti dósa var í höndum Karlsonwilker hönnunarhússins í New York
RVK Handverksbjórar
RVK Handverksbjórar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir
RVK Handverksbjórar eru af mörgum tegundum, eitthvað fyrir alla, allt frá verðlauna lager upp í mjög áfengan kanilsnúða stout. Ákveðinn kjarni af handverksbjórum er gerður allt árið um kring, aðrir eru gerðir fyrir ákveðna árstíma eða af ákveðnu tilefni. Vetur, sumar, vor eða haust; það er ávallt tilefni til að koma við í Tónabíói og skoða úrvalið í kælunum á Bjórbúð RVK.